Símtöl og aðstoð við innkaup

Kópavogsbær.
Kópavogsbær.

Félagsmiðstöðvar eldri borgara í Kópavogi hafa brugðist við aðstæðum í þjóðfélaginu með margvíslegum hætti. Félagsmiðstöðvarnar, Boðinn, Gullsmári og Gjábakki, eru lokaðar vegna Covid-19 og þeirrar hættu sem faraldurinn skapar.

„Við höfum bryddað upp á nýjungum til að reyna að koma á móts við þá sem nýta sér þjónustu félagsmiðstöðvanna og undirtektirnar hafa verið afar góðar,“ segir Amanda K. Ólafsdóttir deildarstjóri frístundadeildar.

Til þess að koma til móts við þjónustuþega hefur verið m.a. boðið upp á símavinasamtal einu sinni til tvisvar í viku. Tilgangur símtalsins er fyrst og fremst að mæta félagsþörf fólks með spjalli um daginn og veginn og sömuleiðis til að kanna hvernig fólk hefur það og hvort það vanhagi um eitthvað.  Í einhverjum tilvikum hafa starfsmenn leiðbeint og kynnt fyrir fólki heimkaup á matvörum á netinu.  Sömuleiðis þá er í skoðun að koma upp samfélagslegu neti fyrir þá sem hafa aðgengi að tölvu eða ipad og geta nýtt sér tæknina til að hittast á þann máta til dæmis með spjalli, spili eða upplestri.