Sinfó í sundi fer fram föstudaginn 29.ágúst.
Klassíkin okkar, tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða í beinni útsendingu föstudagskvöldi 29. ágúst kl. 20.00 í Kópavogslaug og Salalaug. Að þessu sinni eru sönglög í brennidepli og er heiti tónleikanna, Söngur lífsins.
Sinfóníuhljómsveitin leitaði eftir því að sveitarfélög tækju þátt í viðburðinum og myndu leyfa sundlaugagestum að njóta, enda eru tónleikarnir á opnunartíma sundlauganna. Hægt verður að hluta á ljúfa tóna í báðum sundlaugum í Kópavogi frá kl. 20.00 á föstudagskvöldið.
Á tónleikunum flytja margir af fremstu söngvurum landsins tónlist sem tengist hinum ýmsu athöfnum okkar og viðburðum á lífsleiðinni; frá tregafullum kvöldsöngvum til glaðværra gamansöngva. Bjarni Frímann Bjarnason sem heldur um tónsprotann og leiðir Sinfóníuhljómsveit Íslands á en meðal söngvara sem taka lagið á tónleikunum eru GDRN, Pálmi Gunnarsson, Valdimar Guðmundsson og Dísella Lárusdóttir.
Nánar á vef Sinfó