Sjö starfsmenn heiðraðir

Sigfríður Lárusdóttir umhverfissviði, Jón Ingi Guðmundsson umhverfissviði, Helga Gréta Ingimundardó…
Sigfríður Lárusdóttir umhverfissviði, Jón Ingi Guðmundsson umhverfissviði, Helga Gréta Ingimundardóttir, leikskólanum Furugrund, Hrönn Hallgrímsdóttir, leikskólanum Álfaheiði, Vilborg Soffía Grímsdóttir, leikskólanum Kópahvoli, Ámann Kr. Bæjarstjóri Anna Karen Ásgeirsdóttir menntasviði og Helga Bárðardóttir, leikskólanum Efstahjalla.

Sjö starfsmenn Kópavogsbæjar eiga um þessar mundir 25 ára starfsafmæli. Þeir voru af því tilefni heiðraðir af samstarfsfélögum sínum við hátíðlega athöfn í bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar í dag. Bæjarstjóri, Ármann Kr. Ólafsson, flutti ávarp og þakkaði þeim farsæl störf hjá bænum. Hann afhenti þeim síðan úr með áletruðum upphafsstöfum sínum.

Ármann sagði m.a. í ávarpi sínu að bærinn hefði breyst mikið á síðustu 25 árum. Íbúafjöldinn hefði tvöfaldast og umfang þjónustunnar við bæjarbúa hefði vaxið í samræmið við það. „Allt snýst þetta þó – þá eins og nú – um að veita íbúum bestu mögulegu þjónustu og allir starfsmenn bæjarins eru mikilvægir hlekkir í því hlutverki bæjarins.“

Starfsmennirnir eru:

Sigfríður Lárusdóttir umhverfissviði, Jón Ingi Guðmundsson umhverfissviði, Helga Gréta Ingimundardóttir, leikskólanum Furugrund, Hrönn Hallgrímsdóttir, leikskólanum Álfaheiði, Vilborg Soffía Grímsdóttir, leikskólanum Kópahvoli, Anna Karen Ásgeirsdóttir menntasviði og Helga Bárðardóttir, leikskólanum Efstahjalla.