- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Sjö starfsmenn Kópavogsbæjar eiga um þessar mundir 25 ára starfsafmæli. Þeir voru af því tilefni heiðraðir af samstarfsfélögum sínum við hátíðlega athöfn í bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar í dag. Bæjarstjóri, Ármann Kr. Ólafsson, flutti ávarp og þakkaði þeim farsæl störf hjá bænum. Hann afhenti þeim síðan úr með áletruðum upphafsstöfum sínum.
Ármann sagði m.a. í ávarpi sínu að bærinn hefði breyst mikið á síðustu 25 árum. Íbúafjöldinn hefði tvöfaldast og umfang þjónustunnar við bæjarbúa hefði vaxið í samræmið við það. „Allt snýst þetta þó – þá eins og nú – um að veita íbúum bestu mögulegu þjónustu og allir starfsmenn bæjarins eru mikilvægir hlekkir í því hlutverki bæjarins.“
Starfsmennirnir eru:
Sigfríður Lárusdóttir umhverfissviði, Jón Ingi Guðmundsson umhverfissviði, Helga Gréta Ingimundardóttir, leikskólanum Furugrund, Hrönn Hallgrímsdóttir, leikskólanum Álfaheiði, Vilborg Soffía Grímsdóttir, leikskólanum Kópahvoli, Anna Karen Ásgeirsdóttir menntasviði og Helga Bárðardóttir, leikskólanum Efstahjalla.