Sjö tilboð í byggingu nýs Kársnesskóla

Teikning af nýjum Kársnesskóla.
Teikning af nýjum Kársnesskóla.

Opnunarfundur vegna tilboða í byggingu Kársnesskóla var haldinn 17.febrúar 2021 klukkan eitt. Tilboð voru opnuð í útboðskerfi Ríkiskaupa og bárust sjö tilboð í verkið:

Bjóðandi

Tilboðsfjárhæð

Rizzani de Eccher

3.200.153.376

Ístak hf

3.238.854.220

Íslenskir aðalverktakar hf

3.283.163.276

Þ.G. verktakar

3.519.014.085

Framkvæmdafélagið Arnarhvoll

3.632.187.536

Flotgólf ehf

3.795.362.779

Eykt

5.598.330.621

Kostnaðaráætlun

3.657.161.378

 

Verið er að yfirfara tilboðin. Að lokinni yfirferð verður niðurstaðan lögð fyrir bæjarráð Kópavogs.

Nýr Kársnesskóli mun hýsa leikskóla og yngsta stig grunnskóla. Hann stendur við Skólagerði en gamla húsnæði skólans hefur þegar verið rifið.  

Nýr Kársnesskóli verður reistur úr timbureiningum og verður fyrsta Svansvottaða skólabygging landsins.