- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Álfhólsskóli varð í öðru sæti á Íslandsmóti grunnskólasveita sem fram fór í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit um liðna helgi. Skólinn heldur því áfram að vinna til verðlauna í skákkeppnum en í lok mars varð Álfhólsskóli Íslandsmeistari barnaskólasveita 2014.
Það var þriðja árið í röð sem Álfhólsskóli verður Íslandsmeistari barnaskólasveita. Mikið og gott utanumhald er um skákiðkun og kennslu í skólanum. Metnaðarfullir skákmenn, sterkur foreldrahópur og þjálfarinn Lenka Ptacniková hafa gert það að verkum að Álfhólsskóli hefur sópað til sín verðlaunum.