Skapandi gleði á Hálsatorgi

Skapandi gleði á Hálsatorgi
Skapandi gleði á Hálsatorgi

Skapandi Sumarhópar Molans ungmennahúss Kópavogsbæjar skemmtu gestum og gangandi á Hálsatorgi í hádeginu í dag 17. júlí. Boðið var upp á ljóðalestur, tónlist, hljóðskúlptúr, tölvuleikjaspil, púttmót, límonaði og fleira. Allir sem mættu skemmtu sér konunglega og fannst gaman að geta fylgst með þessu frjóa unga fólki úr bæjarfélaginu.

Uppákoman í dag var liður í því að auðga mannlífið á Hálsatorgi. Fyrir ekki svo löngu síðan var leikskólabörnum í bænum boðið upp á sambærilega skemmtun við góðar undirtektir.

Ungmennin í Skapandi sumarstörfum hafa verið að störfum síðustu vikur en lokahátíð þeirra verður haldin í Molanum þann 25. júlí kl. 20:00. Þar munu allir hóparnir gera grein fyrir sínum verkefnum og einnig verður hægt að ganga um húsið og skoða það sem þetta unga listafólk hefur verið að gera í sumar.

Á hátíðinni verður boðið upp á tónlistaratriði, hljóðskúlptúra, kynningar á myndbandsverkefnum af ýmsum toga og hægt að skoða nýsaumuð föt, ljóð, ljósmyndir og listaverk.

Allir eru velkomnir og væri gaman að sjá sem flesta.