Skapandi sumarstörf 10 ára

Halldóra Ósk Helgadóttir og Baldvin Snær Hlynsson taka þátt í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi 2015…
Halldóra Ósk Helgadóttir og Baldvin Snær Hlynsson taka þátt í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi 2015.

16 verkefni fengu styrk til að starfa undir hatti Skapandi sumarstarfa hjá Kópavogsbæ í ár en verkefnin eru skipuð 26 metnaðarfullum ungmennum á aldrinum 18 til 25 ára. Skapandi sumarstörf í Kópavogi fagna 10 ára afmæli í ár og hafa margir listamenn tekið sín fyrstu skref í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi. Má þar nefna tónlistarmennina Ásgeir Trausta, Ingibjörgu Friðriksdóttur og Sölku Sól Eyfeld, sem og tölvuleikjahönnuði Auru's Awakening.

16 verkefni fengu styrk til að starfa undir hatti Skapandi sumarstarfa hjá Kópavogsbæ í ár en verkefnin eru skipuð 26 metnaðarfullum ungmennum á aldrinum 18 til 25 ára. Skapandi sumarstörf í Kópavogi fagna 10 ára afmæli í ár og hafa margir listamenn tekið sín fyrstu skref í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi. Má þar nefna tónlistarmennina Ásgeir Trausta, Ingibjörgu Friðriksdóttur og Sölku Sól Eyfeld, sem og tölvuleikjahönnuði Auru's Awakening. 

Verkefni sumarsins eru af ólíkum toga, kvikmyndargerð, myndlist, ritlist, forritun og tónlist. Í sumar munu hóparnir leggja sig fram við að glæða Kópavogsbæ lífi og bjóða bæjarbúum að taka þátt í fjölmörgum listrænum viðburðum. Íbúar Kópavogs mega því vænta fjölbreytts menningarlífs í sumar. Hægt er að fylgjast með verkefnunum á Facebook undir síðunni “Skapandi Sumarstörf í Kópavogi”.

Nánar um verkefnin