Skólabörn sáu Pétur og úlfinn

Bernd Ogrodnik brúðugerðarmeistari flytur sýningu sína Pétur og úlfurinn.
Bernd Ogrodnik brúðugerðarmeistari flytur sýningu sína Pétur og úlfurinn.

Dagana 17. -19. október komu hátt í þrjú þúsund börn úr grunnskólum Kópavogs í Salinn. Nemendur 1. – 3. bekkjar grunnskóla Kópavogs var boðið að sjá og hlusta á sýninguna Pétur og úlfurinn eftir Prokofiev í uppfærslu brúðumeistarans Bernd Ogrodnik.  Sýningarnar voru liður í dagskrá Menningarhúsanna „Menning fyrir alla“.

Allir grunnskólar Kópavogs tóku þátt svo húsfyllir var á níu sýningar. Það var ljóst af viðbrögðum barna og kennara að verkefnið er kærkomin viðbót við hefðbundið skólastarf en sum barnanna voru að heimsækja Salinn í fyrsta sinn.  Næsti liður í „Menning fyrir alla“ er dagskrá fyrir nemendur í 6. bekk sem fer fram í nóvember. Það eru Gerðarsafn og Náttúrufræðistofa Kópavogs sem bjóða upp á sameiginlega dagskrá í því skyni að nemendur uppgötvi hvað myndlist og vísindi eiga sameiginlegt.