Skólagarðar í Kópavogi

Líf og fjör í Skólagörðum í Kópavogi.
Líf og fjör í Skólagörðum í Kópavogi.

Skólagarðar hafa verið reknir á vegum Kópavogsbæjar í rúm 50 ár.

Þeir eru ætlaðir börnum á aldrinum 6 til 13 ára. Þar fá þau útsæði, plöntur og fræ ásamt leiðsögn við ræktun algengustu matjurta. Leiðbeinendur og aðstoðarmenn starfa með börnunum, en auk ræktunarinnar er farið í leiki, skoðunarferðir, haldið íþróttamót, grillað og fleira skemmtilegt. 

Skólagarðar eru á þremur stöðum í Kópavogi:

Við Dalveg
Við Víðigrund í Fossvogsdal
Við Arnarnesveg í gjánni á milli Sala – og Kórahverfis

Verð fyrir einn garð eru 5.700 kr.

Nánari upplýsingar og skráning í skólagarða er að finna á sumarvef.