Skólahald frá 4. maí

Skólahald hefst að nýju 4.maí.
Skólahald hefst að nýju 4.maí.

Enska hér að neðan

Frá og með 4. maí verður skólahald leik- og grunnskóla verður með hefðbundnum hætti. Sama á við um starfsemi dagforeldra, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og aðra lögbundna þjónustu á leik- og grunnskólastigi. 

Mælst er til þess að skólar og foreldrafélög skipuleggi ekki fjölmennar samkomur og takmarki gestakomur í skólana, t.d. sveitaferðir og sumarhátíðir. Samkomur á vegum skóla geta farið fram utan hans en án fullorðinna gesta. Fjöldatakmarkanir gilda um starfsmenn leik- og grunnskóla það er tveggja metra fjarlægð og hámarksfjöldi fullorðinna í hverju rými er 50.

Neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 er enni í gildi og því mikilvægt er að hafa í huga almennar sóttvarnarráðstafnir er enn í gildi bæði í skólum sem og annars staðar. Skólar eiga að fylgja sínum viðbragðsáætlunum varðandi möguleg smit.

Skólastarf frá 4. maí

Mánudaginn 4. maí hefjast grunnskólar og leikskólar að nýju samkvæmt stundaskrá eins og hún var áður en skólastarf var takmarkað á meðan samkomubanni stóð. Þar verður líka íþrótta- og sundkennsla, þó að það geti breyst lítillega í sumum skólum, og útikennsla verður eins og venjulega á vorin.

Covid.is