Skólasetning í grunnskólum

Skólasetning í Álfhólsskóla 2022.
Skólasetning í Álfhólsskóla 2022.

Skólasetning var í grunnskólum Kópavogs þriðjudaginn 23. ágúst en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 24.ágúst. 

Nemendum fjölgar lítillega milli ára, eru nú um 4.980 rúmlega en voru rúmlega 4.970 í fyrra. 

Fjölmennasti skólinn er sem fyrr Hörðuvallaskóli en í honum eru rúmlega 870 nemendur alls. Mesta fjölgunin varð í Kársnesskóla, eða um 30 nemendur, en þar eru nemendur rúmlega 660 og er sá skóli annar stærsti skóli í bæjarfélaginu.