Skólasetning í grunnskólum

435 börn hefja skólagöngu í 1. bekk í grunnskólum Kópavogs núna í ágúst.
435 börn hefja skólagöngu í 1. bekk í grunnskólum Kópavogs núna í ágúst.

Skólasetning í grunnskólum Kópavogsbæjar verður miðvikudag 23. ágúst en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudag 24. ágúst.

 

435 börn hefja skólagöngu í 1. bekk í grunnskólum Kópavogs núna í ágúst. Grunnskólar Kópavogs eru tíu talsins og eru Hörðuvallaskóli, Kóraskóli, Salaskóli, Lindaskóli, Snælandsskóli, Kársnesskóli, Kópavogsskóli, Vatnsendaskóli, Smáraskóli og Álfhólsskóli. Heildarfjöldi nemenda er rétt um 5000.

 

Við minnum ökumenn á að aka varlega þegar ungir nemendur fara að ganga og hjóla í skólann.

 

Upplýsingar um fyrirkomulag er að finna á vefsíðum skólanna.