Skráning á sumarnámskeið hefst 6. maí

Ekki ber á öðru en að krakkarnir séu ánægðir með daginn.
Ekki ber á öðru en að krakkarnir séu ánægðir með daginn.
Skráning á sumarnámskeið hjá Kópavogsbæ hefst 6. maí en búist er við að fleiri en þúsund börn og unglingar verði á námskeiðum á vegum bæjarins í sumar. Námskeiðin eru mjög fjölbreytt og ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Sérstakur vefur fyrir sumarnámskeið hefur verið opnaður en þar má finna allar nánari upplýsingar.

Í boði eru leikja- , frístunda - og íþróttanámskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 6 til 16 ára og starfstengd námskeið fyrir ungmenni með sérþarfir á aldrinum 16 til 20 ára.

Í fyrsta sinn í sumar mun Héraðsskjalasafn Kópavogs bjóða uppá sumarnámskeið í sögu fyrir börn á aldrinum 10 til 12 ára.  Þar verður ýmis fróðleikur um starfsemi skjalasafna, sögulegir staðir skoðaðir í vettvangsferðum, ljósmyndum og kortum.

Íþróttafélögin í Kópavogi, tómstundafélög og félagasamtök bjóða einnig margs konar sumarnámaskeið en skráning á þau námskeið er í umsjá þeirra.