Skrautlýsing í Kópavogi verðlaunuð

Skrautlýsing á Fífuhvammsvegi hlaut lýsingarverðlaun Ljóstæknifélags Íslands.
Skrautlýsing á Fífuhvammsvegi hlaut lýsingarverðlaun Ljóstæknifélags Íslands.

Skrautlýsing á Fífuhvammsvegi milli Smáratorgs og Smáralindar hlaut Íslensku lýsingarverðlaunin árið 2015.

Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, afhenti verðlaunin við athöfn í Perlunni um 6. febrúar í tengslum við Alþjóðlegt ár ljóssins og Vetrarhátíð. Verkið var unnið að frumkvæði Kópavogsbæjar sem setti saman hönnunarteymið til vinna að því að lýsa brúarmannvirkið að degi og skapa fallega ásýnd að kvöldi.

Skrautlýsing á Fífuhvammsvegi milli Smáratorgs og Smáralindar hlaut Íslensku lýsingarverðlaunin árið 2015.

Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, afhenti verðlaunin við athöfn í Perlunni um 6. febrúar í tengslum við Alþjóðlegt ár ljóssins og Vetrarhátíð.

Verkið var unnið að frumkvæði Kópavogsbæjar sem setti saman hönnunarteymið til vinna að því að lýsa brúarmannvirkið að degi og skapa fallega ásýnd að kvöldi. Lagt var upp með að lífga ásýnd en jafnframt mátti ekki draga úr umferðaröryggi. Þess má geta að lýsingin breytist eftir árstíma, tíma dags og viðburðum. Dæmi um það er þegar lýst var í frönsku fánalitunum eftir hryðjuverkin í París og í bleiku í bleikum október.

Hönnun verksins, „Skrautlýsing brúar við Fífuhvammsveg“, var í höndum Þórdísar Rósu Harðardóttur, lýsingarhönnuðar, og sérfræðinga frá Jóhanni Ólafssyni & Co., verkfræðistofunni Eflu, Rafgeisla og Flúrlömpum. Lýsingabúnaðurinn í brúarmannvirkinu er frá OSRAM.

Dómnefnd valdi skrautlýsinguna úr sjö tilnefningum. Í rökstuðningi hennar segir meðal annars: „Á haganlega hátt hefur lýsingahönnuðinum tekist að veita birtu inn í rýmið með lausn sem er í senn
spennandi, sveigjanlega og nútímaleg. Síbreytilegt sjónarspil með margbreytilegan staðaranda þar
sem birta og skuggar leika saman. Ljósaspil sem kemur sífellt á óvart.“

Lýsingin verður framlag Ísland til Norrænu lýsingarverðlaunanna sem afhent verða á Íslandi haustið 2016.

Mynd frá afhendingu verðlaunanna.