Skrautlýsing við Skógarlind setur svip á umhverfið.
Skrautlýsing í göngum undir Reykjanesbraut við Skógarlind hefur verið tekin í notkun. Lagt var upp með að lífga ásýnd mannvirkisins en jafnframt mátti ekki draga úr umferðaröryggi. Þess má geta að lýsingin breytist eftir árstíma, tíma dags og viðburðum.
Kveikt er á lýsingunni frá klukkan 7.00 til 22.00.
Það var fyrirtækið Luxor sem sá um uppsetningu og stillingar fyrir Kópavogsbæ.
Þess má geta að skrautlýsing á Fífuhvammsvegi milli Smáratorgs og Smáralindar hlaut Íslensku lýsingarverðlaunin árið 2015.