Skrímsli í Fossvogsdal

Lúxusskrímslið er mannhæðarhátt skrímsli sem vill leiðbeina jarðarbúum í listinni að slaka og njóta…
Lúxusskrímslið er mannhæðarhátt skrímsli sem vill leiðbeina jarðarbúum í listinni að slaka og njóta.

Lúxusskrímslið sem um ræðir er mannhæðarhár skúlptúr sem listamennirnir Helgi Grímur Hermannsson og Jökull Smári Jakobsson unnu að í Skapandi Sumarstörfum Kópavogsbæjar nú í sumar.

Listamennirnir bjóða upp á spennandi dagskrá á formlegri vígslu skúlptúrsins næsta fimmtudag. Léttar veitingar verða í boði fyrir viðstadda og spiluð verður slökunartónlist framleidd af einvalaliði tónlistarfólks.

Á facebook-viðburði listamannanna kemur þetta fram:

Lúxusskrímslið er mannhæðarhátt skrímsli sem kom til Jarðar frá plánetunni Lúx Múx. Það vill leiðbeina jarðarbúum í listinni að s-l-a-k-a og n-j-ó-t-a. Með hjálp Kópavogsbæjar hafa strákarnir fundið úrvals heilsulind sem skrímslið getur fengið að malla í, en það er enginn önnur en Lúxuslindin sjálf!

Fimmtudaginn 30. júlí verður Lúxusskrímslið vígt við hátíðlega athöfn í tjörn í Fossvogsdalnum, en þar munu starfsmenn Lúxuslindarinnar dekra við skrímslið. Lúxusskrímslið hefur ákveðið að vera að út september í þessari fallegu tjörn, að því gefnu að enginn órólegur og vansæll kumpáni áreiti skrímslið (það er nefnilega frekar viðkvæmt).

Hér er hægt að  nálgast facebook viðburðinn