Smábátahöfnin í Kópavogi fékk Bláfánann

Ármann Kr. bæjarstjóri flaggar Bláfananum við smábátahöfnina
Ármann Kr. bæjarstjóri flaggar Bláfananum við smábátahöfnina

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri tók á  móti Bláfánanum í fallegu veðri við smábátahöfn Kópavogs í gær þar sem Siglingafélagið Ýmir hefur aðsetur. Fáninn er alþjóðleg umverfisviðurkenning fyrir smábátahafnir og baðstrendur. Þær hafnir sem skarta Bláfánanum leggja áherslu á hreint umhverfi og fræðslu í þeim efnum, flokkun sorps, og öryggi.

Landvernd er umsjónaraðili Bláfánans á Íslandi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, og Salome Hallfreðsdóttir, verkefnastjóri Bláfánaverkefnisins, afhentu fánann sem síðan var dreginn að húni.
 

Við sömu athöfn var vígt nýtt fróðleiksskilti með helstu upplýsingum um Bláfánaverkefnið, öryggi við höfnina, umgengnisreglur og umhverfi hafnarinnar.

Fáninn mun blakta við höfnina í Kópavogi fram til 15. september. Sex aðrar hafnir á Íslandi fengu Bláfánann í ár, en þær eru í Stykkishólmi, Borgarfirði eystri, Patreksfirði, við Bláa lónið, Ylströndina í Reykjavík og við Langasand.
 
Markvisst hefur verið unnið að því frá byrjun þessa árs að fá Bláfánann hingað í Kópavog, en þar hafa lagt lóð á vogarskálarnar umhverfis- og samgöngunefnd, starfsmenn umhverfissviðs, hafnarvörður og Siglingafélagið Ýmir.
 
Bláfáninn er mikil viðurkenning fyrir Kópavogsbæ. Bærinn mun í samstarfi við siglingafélagið standa að umhverfisfræðslu fyrir starfsmenn Kópaness og félagsmenn Ýmis. Þau börn sem verða á siglinganámskeiði í sumar hjá Kópanesi verða einnig frædd um umhverfismál, flokkun á sorpi og mikilvægi öryggis í kringum siglingar.
 

Léttar veitingar voru í boði í félagsheimili Ými eftir athöfnina en þar flutt ávörp þau Margrét Björnsdóttir, formaður umhverfis- og samgöngunefndar og forseti bæjarstjórnar og Aðalsteinn J. Loftsson, formaður Siglingafélags Ýmis.

Blái fáninn2