Snjóhreinsun hófst í nótt

Fannborg 6 þakin fönn
Fannborg 6 þakin fönn

Snjóhreinsun hófst í Kópavogi um klukkan hálf fjögur í nótt til að tryggja að bæjarbúar komist leiðar sinnar. Snjóruðningsvélar verða að störfum svo lengi sem þörf er á.

Megináhersla er lögð á að halda aðalgötum hreinum. Einnig er saltað vegna hálku. 

Göngustígar eru jafnframt hreinsaðir og eru þar aðalgöngustígar í forgangi svo sem hringstígar um Kársnes, Kópavogsdal og Fossvogsdal.

Áhaldahús Kópavogsbæjar hefur umsjón með snjóhreinsun í bænum.