Snjóhreinsun, söltun og söndun gatna og göngustíga

Þegar þörf er á er unnið að snjóhreinsun, söltun eða söndun gatna og göngustíga nær allan sólarhringinn. Er það gert til að tryggja öryggi og til að íbúar og aðrir komist leiðar sinnar.

Unnin hafa verið kort þar sem fram kemur hvaða leiðir eru í forgangi en almennt er fyrst snjóhreinsað á aðalgötum og strætóleiðum og síðan er farið í íbúðahverfi. Snjóhreinsun á göngustígum byrjar við grunnskólana sem síðan er unnið út frá út í hverfin. Einnig eru aðalgöngustígar s.s. hringstígur um Kársnes, Kópavogsdalur og Fossvogsdalur í forgangi.

Vinna hefst venjulega um kl. fjögur að morgni en yfirferð á bænum tekur um það bil átta klukkutíma.

Hægt er að koma með poka eða ílát og fá salt endurgjaldslaust í áhaldahúsi Kópavogsbæjar að Álalind 1.

Kortin má sjá með því að smella á hlekkina hér að neðan. Þær leiðir sem eru merktar með rauðu eru í forgangi.