Snjómokstur í beinni

Snjóbreiða yfir Kópavogi
Snjóbreiða yfir Kópavogi

Kópavogsbær býður nú upp á nýja þjónustu um snjómokstur á vefsíðu sinni. Fylgjast má með beinu streymi frá tækjum sem vinna við snjóruðnings- og saltdreifingu. Bæði er um að ræða upplýsingar um mokstur og hálkuvarnir á stígum og á gatnakerfi. Streymið er í samstarfi við Vegagerðina og Samsýn.

Snjómokstur og hálkuvarnir á stígum

Snjómokstur og hálkuvarnir á götum