Söfnum sumri í Menningarhúsunum

Söfnum sumri í Menningarhúsunum í Kópavogi 2020.
Söfnum sumri í Menningarhúsunum í Kópavogi 2020.

Fjölskylduverkefnið Söfnum sumri er í gangi í Menningarhúsunum í Kópavogi í sumar. 

Þátttakendur fá afhentan poka í Menningarhúsunum með fjölbreyttum og sumarlegum verkefnum og þrautum.

Verkefnið er samvinnuverkefni Menningarhúsanna og fjölbreytt eftir því, þar sem mismunandi áherslur hvers húss fá notið sín til fullnustu. Þannig er meðal annars boðið upp á bókabingó og ljósmyndamaraþon, fjölbreytt náttúrutengd verkefni, borðaveifur, dúskagerð, fánasmiðju og margt fleira.