Sópun gatna í Kópavogi

Sópun gatna og stíga í Kópavogi.
Sópun gatna og stíga í Kópavogi.

Sópun gatna hófst strax eftir snjóa leysti í byrjun apríl og hafa að jafnaði verið tvö til fjögur tæki að störfum síðan þá, laugardaga og flesta sunnudaga meðtalið. Sópun gatna gengur vel og er búist við að sópun stofn- og tengibrauta verði lokið 1. maí en þá verður byrjað á að sópa húsagötur sem gert ráð fyrir að verði lokið 1. júní. Sópun stofnstígakerfis er lokið og sópun á stígum og gangstéttum sem tengjast stofnstígakerfinu er núna í gangi og gengur vel sökum góðrar tíðar undanfarið. Búist er við að sópun á öllum götum, gangstéttum og stígum verði lokið 1. júní næstkomandi.

 

Rétt er að taka fram að gatna og stígakerfi Kópavogsbæjar telur nokkur hundruð kílómetra og er almennur vinnsluhraði við götusópun um það bil 2-3 km/klst. það er því ljóst að sópun allra gatna, gangstétta og stíga er umtalsvert verk sem tekur sinn tíma og klárast ekki yfir eina nótt, sýna þarf því biðlund og þolinmæði.