Sorphirða í snjóþyngslum

Sorphirða í fannfergi í Kópavogi.
Sorphirða í fannfergi í Kópavogi.

Sorphirða hefur gengið vel miðað við erfiðar aðstæður undanfarið. Tæming er nú tveimur dögum á eftir áætlun sorphirðudagatals.

Íslenska gámafélagið sér um tæmingu á sorpi frá heimilum, bæði almennu og til endurvinnslu. Þessi vinna hefur farið fram með miklu ágætum miðað við þá erfiðu tíð sem hefur verið frá áramótum.

Eins og staðan er núna þá er tæming samkvæmt sorphirðudagatali aðeins tveimur dögum á eftir áætlun.

Nánar um sorphirðu í Kópavogi