Sorphirða að vetrarlagi í Kópavogi.
Sorphirðudagatal fyrir árið 2023 er komið á vefinn. Bæði er hægt að skoða rafræna útgáfu en einnig PDF af dagatali ársins.
Athugið að vegna veðurs og færðar undanfarið er hreinsun um 2 dögum á eftir áætlun nú í fyrstu viku janúar. Íbúar eru beðnir um að hafa tunnur aðgengilegar til að auðvelda sorphirðu.
Þess má geta að í vor verður nýtt flokkunarkerfi í Kópavogi og höfuðborgarsvæðinu öllu verður innleitt í vor. Þá fellur dagatalið úr gildi. Þessar breytingar verða kynntar betur er nær dregur en lesa má um þær á vef Sorpu.
Um sorphirðu í Kópavogi
Sorphirðudagatal 2023