Spennandi hönnunarsýning um helgina

Fallegt handverk
Fallegt handverk
Markaðsstofa Kópavog stendur fyrir stórglæsilegri sölusýningu á íslensku handverki, listiðnaði og hönnun næstkomandi laugardag í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a. Það er óhætt að segja að mikil gróska er í handverki og hönnun í Kópavogi því 24 aðilar taka þátt í sýningunni og kynna hönnun sína.

Listamennirnir sjálfir verða á staðnum til að kynna vörur sínar og verður fjölbreytnin mikil. Meðal þess sem hægt er að skoða er margbreytileg hönnun á fatnaði og fylgihlutum, handgerðir skart- og listgripir úr náttúrulegu hráefni, íslenskar barnavörur og barnafatnaður, glæsileg skartgripahönnun, glermunir, nytjalist úr leir, trémunir, margbreytilegar textílvörur, handgerð kerti og myndlist. Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi á sýningunni.

Þau sem taka þátt í sýningunni eru: Andreu Kerti, Ástrós Steingrímsdóttir, Bolabítur, Cool Design, Dagmar Valsdóttir, Elsku Alaska , Evuklæði Svava, Eygló Karólína Design, Fluga design , Gallery maja Guðrún Kolbeins Design , Gunnlaug Hannesdóttir, Hanna Júlía Hafsteinsdóttir, Ísafold design, jbj design, Kristrún Tómasdóttir, Maria del Carmen, Nadine, Prjónafabrikkan, Rannveig Tryggvadóttir, rolla, Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir, Vala Björg Arnardóttir og Þuríður Ósk.

Ýmislegt skemmtilegt verður við á vera í safnaðarheimilinu þennan dag. Andlitsmálun er í boði fyrir börnin á milli kl. 13-15. Kvennakór Kópavogs syngur nokkur lög kl. 13.30 og tríóið Friends 4ever tekur við af þeim kl. 14 og býr til jólalega stemningu. Samsam systur ætla svo að syngja og spila jólalög og eigin tónlist í bland á milli kl. 16 og 17, en þær eiga mikið af frumsömdu efni og gáfu m.a. nýverið út jólalagið Desember.

Sýningin Hönnun og handverk í Kópavogi er opin frá kl. 12-18 og er þetta einstakt tækifæri til að kynna sér fjölbreytta hönnun í Kópavogi sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.