Starfskonur gæsluvalla kvaddar

Kveðjustund
Kveðjustund

Fimm fyrrverandi starfskonur gæsluvalla í Kópavogi voru kvaddar af starfsfélögum sínum hjá bænum í síðustu viku. Haldin var kveðjuveisla þeim til heiðurs. Gæsluvellir eiga sér langa sögu í Kópavogi en sá fyrsti var opnaður árið 1959. Þeir nutu mikilla vinsælda framan af en smám saman tóku leikskólar við hlutverki þeirra.

Eftirspurn eftir þjónustu gæsluvalla minnkaði ekki síst yfir vetrarmánuðina og því var þeim lokað í ágúst 2012. Hins vegar var ákveðið að hafa þá opna í nokkrar vikur yfir sumarið, eins og gert var nýliðið sumar.

Þær konur sem lengst af störfuðu á gæsluvöllunum og létu af störfum þegar þeir lokuðu í ágúst 2012 eru:

  • Arndís Hjartardóttir (Addý) byrjaði 1972
  • Kristín Pétursdóttir, byrjaði 1974
  • Guðbjörg Halla Björnsdóttir,  byrjaði 1994
  • Laufey Klara, byrjaði 2001
  • Ágústa Jóhanna (Hanna), byrjaði 2003.
Kópavogsbær óskar þeim alls hins besta í framtíðinni.