Stígar, skilti og skokkleiðir

Fallegt haustkvöld í Kópavogi
Fallegt haustkvöld í Kópavogi

Þrjú ný kort sem sýna göngu og hlaupaleiðir í Kópavogi eru nú aðgengileg á vef Kópavogsbæjar. Tvö kortanna sýna hlaupaleiðir frá annars vegar Sundlaug Kópavogs og hins vegar Versalalaug. Þriðja kortið sýnir helstu stíga í Kópavogsbæ, sem henta göngufólki, hlaupurum og hjólreiðafólki. Inn á það eru merktir nokkrir áhugaverðir staðir í bænum og staðsetning fróðleiksskilta.

Skokkleiðirnar sem eru merktar á sundlaugakortin eru 1, 3, 5, og 10 kílómetra langar. Sundlaugagestir kjósa margir hverjir að sameina hlaup og sundferð. Kortin gefa hugmynd að góðum hlaupahringjum fyrir byrjendur jafnt og lengri komna.

Stígakerfi Kópavogs er í stöðugri þróun. Kortið sýnir helstu stíga í Kópavogi en auk þess eru áhugaverðir staðir merktir. Þá sýnir kortið staðsetningu fróðleiksskilta en þau eru nú orðin 25 talsins. Umfjöllunar efni þeirra er umhverfi og saga bæjarins, til að mynda náttúruminjar, þjóðminjar, söguminjar, þjóðtrú, náttúrufar og dýralíf.

Hlutverk skiltanna er að vekja athygli á umhverfi, náttúru og sögu Kópavogsbæjar á aðgengilegan hátt. Nýjustu fróðleiksskiltin voru sett upp við tóft í landi Fífuhvamms sem er við enda Austurkór 76 og skilti á opnu svæði neðan Fellahvarf um Elliðavatn.

Hlaupaleiðir frá Sundlaug Vesturbæjar

Hlaupaleiðir frá Versalalaug