Styrkir fólks með fötlun

Merki Kópavogs
Merki Kópavogs

Kópavogsbær vekur athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 25. grein laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Styrkurinn er ætlaður fólki með fötlun sem þarfnast sérstaks stuðnings af þeirri ástæðu. Styrkurinn er til hæfingar, endurhæfingar eða starfsendurhæfingar og eru forsendur þær að eiga lögheimili í Kópavogi, hafa náð 18 ára aldri og hafa varanlegt örorkumat.

Bænum er heimilt að veita styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, einnig er heimilt að veita styrk til verkfæra- og tækjakaupa vegna heimavinnu eða sjálfstæðrar starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðu fólki að skapa sér atvinnu.

Umsóknir skulu berast á þar til gerðu eyðublaði ásamt greinargerð til þjónustuvers Kópavogsbæjar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogur. Eyðublaðið má nálgast í þjónustuveri Kópavogsbæjar eða á vef bæjarins.

 

Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2019.