Styrkir til jafnréttis- og mannréttindaverkefna

Óskað eftir umsóknum um styrki
Óskað eftir umsóknum um styrki

Jafnfréttis- og mannréttindaráð Kópavogs auglýsir eftir umsóknum um styrki til einstakra verkefna sem hafa framgang mannréttinda og jafnréttis í Kópavogi að leiðarljósi. Verkefnin geta verið samstarfs- eða þróunarverkefni, námskeið, þróun námsefnis, útgáfa og svo framvegis.

Styrkirnir eru veittir einstaklingum, stofnunum, hagsmunasamtökum eða öðrum hópum. Heildarúthlutun er 400 þúsund krónur.

 Umsóknum skal skila fyrir 25. apríl nk. til Jafnréttisráðgjafa Kópavogsbæjar, Fannborg 2, 200 Kópavogur. Einnig er hægt að senda rafræna umsókn á netfangið. asakr@kopavogur.is.