Sumar í Kópavogi

Sumar í Kópavogi
Sumar í Kópavogi

 Á sumarvef Kópavogsbæjaer að finna fjölbreytt og skemmtileg frístunda, - leikja - og íþróttanámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 16 ára. Námskeið á vegum frístunda - og íþróttadeildar verða meðal annars hjóla- og ævintýranámskeið, smíðavöllur, skapandi kvikmyndagerð og siglinganámskeið. Sumarstarf í frístundaklúbbnum Hrafninum er fyrir börn og unglinga með sérþarfir og atvinnutengt frístundaúrræði verður fyrir ungmenni með sérþarfir á aldrinum 17 til 24 ára í starfs- og frístundaklúbbnum Tröð. 

Götuleikhús Kópavogs og Skapandi sumarstörf er vinnutengt unglinga - og ungmennastarf og munu þau glæða bæinn leik- og tónlistarlífi með ýmsum hætti.

Helstu nýjungar í kynningarefni á sumarvefnum eru Sumarsmiðjur í félagsmiðstöðvum í flestum skólahverfum. Sumarsmiðjurnar eru fyrir börn á aldrinum 10 til 13 ára og er ótal margt og fjölbreytt í boði í sumar. Ævintýranámskeið hefur göngu sína í Lindaskóla  í júni og stendur fram í ágúst. Ævintýranámskeiðið byggir á ævintýrum, leikjum og hreyfingu.

Undir hnappnum “Önnur námskeið” er að finna ýmis sumarnámskeið á vegum íþróttafélaga í Kópavogi og annarra tómstunda- og félagasamtaka. Nánari upplýsingar um þau eru á heimasíðum þeirra ásamt upplýsingum um skráningarferli. Sækja má áðurnefndar upplýsingar í kynningar hér á sumarvefnum.

Verið velkomin í litríkt sumarstarf í Kópavogi!

Sumarvefur Kópavogs