Sumardagurinn fyrsti í Kópavogi

Fjör á Ormadögum í Kópavogi.
Fjör á Ormadögum í Kópavogi.

Mikið er um að vera í Kópavogi sumardaginn fyrsta. Eins og venja er stendur skátafélagið Kóparnir fyrir dagskrá. Hún hefst með skrúðgöngu frá Digraneskirkju klukkan 13.30  í Fífuna, skátarnir og Skólahljómsveit Kópavogs leiða gönguna. Í Fífunni verða svo skemmtiatriði, hoppukastalar og fjör. Í menningarhúsum Kópavogs er einnig dagskrá frá 11 til 17 en sú dagskrá er hluti af Ormadögum, barnamenningarhátíð Kópavogs.

Í Fífunni: Hoppukastalar, Leikhópurinn Lotta, Einar einstaki töframaður,  Diljá Pétursdóttir Sigurvegari söngkeppni Félagsmiðstöðvanna í Kópavogi, Dansatriði, Ávarp Bæjarstjóra.

Smellið hér til að lesa nánar um dagskrá menningarhúsanna.