- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Haldið verður upp á sumardaginn fyrsta í Kópavogi með skemmtilegri dagskrá nú sem endranær. Dagskráin hefst með helgistund skátanna í Hjallakirkju klukkan ellefu. Klukkan 13.30 verður haldið í skrúðgöngu frá Digraneskirkju í Fífuna. Frá 14.00 til 16.00 verður fjölskylduskemmtun í Fífunni. Þar verða hoppukastalar og boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði, leikhópinn Lottu, tónlistaratriði og dans. Það er skátahreyfingin og Kópavogsbær sem standa að hátíðarhöldunum.
Dagskráin sumardagsins fyrsta :
Klukkan 11:00: Helgistund í Hjallakirkju
Klukkan 13:30: Skrúðganga frá Digraneskirkju í Fífuna.
Klukkan 14:00 - 16:00: Fjölskylduskemmtun í Fífunni.
· Hoppukastalar
· Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, flytur ávarp
· Tónlistaratriði og fleira skemmtilegt.
· Bjarni töframaður kemur
· Leikhópurinn Lotta. Söngvasyrpa Leikhópsins Lottu er stútfull af söng, sprelli og húmor fyrir unga jafnt sem aldna. Syrpan er brot af því besta í gegnum árin og koma fullt af skemmtilegum persónum í heimsókn
· Sesselja Friðriksdóttir - sigurvegari í söngkeppni félagsmiðstöðva flytur nokkur lög.
· Tara Sóley - flytur frumsamin lög
· Felix og Ásdís María - danspar tekur snúning
Veitingasala á staðnum.