- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Hátíðarhöld í tilefni sumardagsins fyrsta verða að venju í Kópavogi. Dagskráin hefst með skátamessu í Digraneskirkju. Þá verður skrúðganga og fjölskylduskemmtun í Fífunni auk þess sem klifurveggur og hoppukastalar standa gestum til boða. Skátafélagið Kópar sér um dagskrána.
Skátarnir leiða skrúðgönguna sem hefst við Digraneskirkju en lýkur í Fífunni. Þar verða ýmis skemmtiatriði og mikið fjör. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ávarpar gesti, leikhópurinn Lotta kíkir í heimsókn, Tara Sóley sigurvegari söngkeppni íþrótta- og tómstundaráðs Kópavogs stígur á svið, Höskuldur Þór Jónsson og Margrét Hörn Jóhannsdóttir sem keppa til úrslita í Ísland got talent dansa fyrir gesti og jójómeistarinn Páll Valdimar úr Ísland got talent mætir á staðinn. Þá verður klifurveggur á staðnum og hoppukastalar.
Dagskráin í Kópavogi verður sem hér segir á sumardaginn fyrsta 24. apríl.
11.00: Skátamessa í Digraneskirkju.
13.30: Skrúðganga frá Digraneskirkju í Fífuna.
14.00-16.00: Fjölskylduskemmtun í Fífunni.