Boðið verður upp á sýningar og smiðju sumardaginn fyrsta í Menningarhúsunum í Kópavogi.
Mikið er um að vera í Kópavogi sumardaginn fyrsta. Eins og venja er stendur skátafélagið Kóparnir fyrir dagskrá. Hún hefst með skrúðgöngu frá Digraneskirkju klukkan 13.30 í Fífuna, skátarnir og Skólahljómsveit Kópavogs leiða gönguna. Í Fífunni verða svo skemmtiatriði, hoppukastalar og fjör.
Í Menningarhúsum Kópavogs verður sumarbyrjun fagnað á útivistarsvæði Menningarhúsanna og á Bókasafninu, Náttúrufræðistofu og í Gerðarsafni.
Útileikföng verða á útivistarsvæðinu, spil og púsl á Bókasafninu, forvitnileg sýning í Náttúrufræðistofu og smiðja í Gerðarsafni. Auk þess er Garðskálinn í Gerðarsafni opinn.