Sumardvöl í dægradvölum grunnskólanna

Frá Dægradvöl í Hörðuvallaskóla.
Frá Dægradvöl í Hörðuvallaskóla.

Sumardvöl dægradvala við grunnskóla Kópavogs hefst miðvikudaginn 9. ágúst og stendur til og með 18. ágúst. Sumardvölin er fyrir börn sem eru að hefja skólagöngu í 1. bekk í haust og sótt var um fyrir í vor. Markmiðið með dvölinni er að stuðla að vellíðan, öryggi og jákvæðri aðlögun nemenda, jafnt félagslega sem námslega að umhverfi grunnskólanna áður en formlegt skólastarf hefst.

Dægradvölin er lokuð 21. og 22. ágúst. til undirbúnings fyrir vetrarstarfið en skólasetning í grunnskólann verður 22. ágúst . Foreldrar fengu upplýsingar um fyrirkomulag og skipulag sumardvalanna á kynningarfundum og/eða tölvupóstum frá skólunum í vor.

Grunnskólarnir eru hver af öðrum að hefja undirbúning skólastarfsins þessa dagana og munu ítreka upplýsingar sínar um fyrirkomulag sumardvalar. Foreldrar eru hvattir til að hafa samband beint við grunnskólana ef upplýsingar skortir.

Athugið að umsókn um dægradvöld birtist ekki í mínar síður í íbúagátt, þrátt fyrir að sótt hafi verið um.