Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, Margrét Halldórsdóttir formaður Félags eldri borgara í Kópavogi, Finnbogi Geirsson og Alma Hákonardóttir.
Árleg skemmtiferð eldri borgara í Kópavogi í Guðmundarlund fór fram miðvikudaginn 12.júní. Hátíðin hófst kl. 14:00 og lauk kl. 16:00.
Á dagskrá voru stuttar ræður, tónlist og léttar veitingar. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri, ávarpaði gesti og ræddi við hópinn.
Ferðin er samstarfsverkefni Félags eldri borgara, Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar.
Félag eldri borgara í Kópavogi skipuleggjur viðburðinn sem var fjölsóttur nú sem endranær.