Sumarfrístund í Hörðuheimum

Börnin fóru í ævintýraferð í Náttúrufræðistofu Kópavogs.
Börnin fóru í ævintýraferð í Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Sumarfrístund í Hörðuheimum, frístund Hörðuvallaskóla, er starfrækt í fyrsta skipti í sumar. Um er að ræða tilraunaverkefni en í sumarfrístund er lögð áhersla á öryggi og kunnuglegt umhverfi í bland við lærdóm, leik og gleði. Sumarfrístund er ætluð börnum úr Kópavogi í 1. - 4. bekk, fæddum 2011 - 2014.

 

Forstöðukonur Sumarfrístundar eru Birta Baldursdóttir og Róshildur Björnsdóttir, tómstunda - og félagsmálafræðingar. Starfsfólk Hörðuheima hefur búið til skemmtilega og fjölbreytta dagskrá fyrir börnin en starfsfólkið hefur bæði mikla reynslu og þekkingu á starfinu. 

 

Metnaður hefur verið lagður í dagskránna en í sumar hafa börnin meðal annars farið í Guðmundarlund, Þjóðminjasafnið, Nauthólsvík og í sund- og fjöruferðir. Áhersla er lögð á að rödd barnanna og að tillögur þeirra móti dagskrárgerð svo öll geti fundið eitthvað við sitt hæfi.

 

Nánar um Sumarfrístund Hörðuheima