- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Sumardagurinn fyrsti var að venju haldinn hátíðlegur í Kópavogi með tónlist, skrúðgöngu, ræðum og ýmsum skemmtiatriðum. Fjölmenni tók þátt í hátíðarhöldum sem fram fóru í Fífunni. Skátafélagið Kópar sá eins og undanfarin ár um dagskrána. Starfsfólk Kópavogsbæjar óskar bæjarbúum gleðilegs sumars!
Ef marka má Trausta Jónsson veðurfræðing, sem var í viðtali við Kastljós í vikunni, kemur sumarið fyrst í suðurhlíðar Kópavogs. Það þýðir með öðrum orðum að hitinn mælist mestur þar á vorin, á landinu öllu.
Hinir einu sönnu vorboðar fara svo á kreik á næstu vikum hér í Kópavogi en það eru ungmenni bæjarins sem hafa það verk með höndum að halda bænum hreinum og snyrtilegum yfir sumartímann.