Sumarkrakkarnir komnir á kreik

Starfsmenn vinnuskólans að störfum
Starfsmenn vinnuskólans að störfum

Ungmenni úr Kópavogi hafa hafið störf hjá Vinnuskóla Kópavogs en um 900 unglingar á aldrinum 14 til 17 ára starfa við vinnuskólann í sumar. Allir þeir sem sóttu um fengu vinnu. Flestir byrja um miðjan júní. Helstu verkefnin eru snyrting og fegrun bæjarins en elstu unglingunum býðst einnig að vinna við aðstoðarstörf hjá ýmsum stofnunum og félögum í bænum.

Garðyrkjustjóri fer með yfirumsjón Vinnuskólans en forstöðumaður og starfslið hans sér um daglega stjórn.

Vinna í skólanum er í senn uppeldi, afþreying og tekjusköpun fyrir unglingana. Þeim er kennt að umgangast verkefni sín, notkun verkfæra og að bera virðingu fyrir samstarfsfólki sínu.

Skólinn er þó ekki einungis vinna heldur er þar líka félagslíf, eins og í öðrum skólum. Haldnar eru nokkrar skemmtanir og íþróttakeppni á milli flokka og einstaklinga.