Smíðavöllurinn er við Smáraskóla.
Boðið er upp á fjölbreytt og skemmtileg frístunda, - leikja - og íþróttanámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 16 ára í sumar. Námskeið á vegum Kópavogsbæjar verða meðal annars, smíðavöllur, sjávaríþróttir Kópaness, sumarsmiðjur í félagsmiðstöðvum og skólagarðar.
Opnað er fyrir skráningar í sumarnámskeið á vegum Kópavogsbæjar 1.maí.
Götuleikhús Kópavogs og Skapandi sumarstörf er atvinnutengt unglinga - og ungmennastarf og munu þau glæða bæinn leik- og tónlistarlífi með ýmsum hætti.
Fyrir börn og ungmenni með fötlun eru annars vegar sumarnámskeið í frístundaklúbbnum Hrafninum fyrir börn á aldrinum 7 til 16 ára með tengingu við Vinnuskóla Kópavogs fyrir unglinga. Atvinnutengt frístundaúrræði er fyrir ungmenni með fötlun á aldrinum 17 til 25 ára og fer það fram í Tröð.
Yfirlit yfir sumarnámskeið á vegum bæjarins og önnur námskeið sem börn úr Kópavogi geta nýtt sér er að finna á vef bæjarins.
Sumar í Kópavogi - sumarnámskeið
Athugið að ekki er lengur sérstakur vefur fyrir sumarnámskeið.
Verið velkomin í litríkt sumarstarf í Kópavogi!