Sundlaugar lokaðar 19. og 20. desember

Hellisheiðarvirkjun. Mynd/Veitur
Hellisheiðarvirkjun. Mynd/Veitur

Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun eru sundlaugar í Kópavogi lokaðar mánudaginn 19. desember og 20.desember

Bilun er komin upp í Hellisheiðarvirkjun svo engin framleiðsla er á heitu vatni sem stendur. Öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu verður lokað vegna þessa, þar með talið sundlaugum í Kópavogi. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Þar segir að heildarframleiðslugeta á heitu vatni fyrir hitaveitu höfuðborgarsvæðisins sé skert um að minnsta kosti 20 prósent vegna bilunarinnar.

Viðgerð er hafin samkvæmt upplýsingum Veitna. 

Uppfært: Viðgerð gengur hægar en talið var og opna sundlaugar ekki í fyrramálið þann 20.desember.

Uppfært: Viðgerð er lokið og lauk í morgun, þann 20. des. Sett verður tilkynning inn um leið og vitað er hvenær þann 21. des sundlaugarnar opna.

Uppfært: Sundlaugar opna kl 12:00  21.des

Tilkynning frá Veitum