Sundlaugar opna kl. 15.00

Sundlaug Kópavogs.
Sundlaug Kópavogs.

Sundlaugarnar í Kópavogi opna klukkan 15.00 í dag, föstudaginn 20.janúar.

Lokað var fyrir heita vatnið til stórnotenda vegna frosthörku og því voru laugarnar ekki opnar í gær, fimmtudag og í morgun. Skerðingu á heita vatninu lýkur á hádegi í dag, föstudag.