Takmarkanir vegna Covid-19

Sóttvarnaraðgerðir vegna Covid-19 hafa verið hertar.
Sóttvarnaraðgerðir vegna Covid-19 hafa verið hertar.

Vegna ákvörðunar yfirvalda um hertar sóttvarnaraðgerðir sem tóku gildi 31.júlí og gilda til 13.ágúst hefur Kópavogsbær farið yfir þjónustu sveitarfélagsins og stöðu mála. Þjónusta er að mestu leyti óbreytt en vinnulag fylgir nýjum tilmælum yfirvalda.

Starfsfólk er hvatt til að huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum og stjórnendur hafa yfirfarið sóttvarnir á starfsstöðvum. Hvatt er til að tveggja metra reglu sé gætt eftir fremsta megni.

Gripið hefur verið til ráðstafana á stofnunum sem heyra undir velferðarsvið og þær kynntar starfsfólki og aðstandendum.

Starfsemi menningarhúsa er að mestu óbreytt en gripið til aukinna sóttvarnarráðstafana.

Einnig eru sundlaugar Kópavogs opnar en starfsemi hagað í samræmi við sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda.

Covid.is - upplýsingasíða stjórnvalda

Takmarkarnir 31.júlí - upplýsingar