Fljótandi ljóð settu svip sinn á menningarhátíðina í Kópavogi í fyrra. Hér eru ung skáld að setja ljóðin á flot í Sundlaug Kópavogs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fylgist með.
Hin árlega menningarhátíð Kópavogs, Kópavogsdagar, fer fram 4. til 11. maí. Menningarstofnanir bæjarins verða með ýmsar skemmtilegar uppákomur á dögunum en jafnframt eru þeir sem vilja leggja sitt af mörkum hvattir til að skrá viðburð sinn á kopavogsdagar.is. Búið er að opna fyrir skráningu viðburða.
Á síðunni Kópavogsdagar.is geta bæjarbúar síðan fylgst með því sem verður í boði á Kópavogsdögum.
Mjög auðvelt er að skrá þar viðburð. Með því að setja skástrik fyrir aftan kopavogsdagar.is og bæta við orðinu: skraning, er búið að opna fyrir skráningu.
Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að taka þátt!
Sjáumst á Kópavogsdögum.