Tara Sóley kom, sá og sigraði

Ármann Kr. bæjarstjóri og keppendir í söngkeppni félagsmiðstöðva
Ármann Kr. bæjarstjóri og keppendir í söngkeppni félagsmiðstöðva

Tara Sóley Mobee frá félagsmiðstöðinni Pegasus kom, sá og sigraði í söngkeppni félagsmiðstöðva Kópavogs sem fram fór í Salnum á dögunum. Tara Sóley flutti frumsamið lag „ With you“. Elín Ylfa Viðarsdóttir lék undir á víólu. Níu söngatriði kepptu um þrjú efstu sætin. Mikil spenna ríkti á söngkeppninni og ljóst að margt hæfileikaríkt ungt fólk býr í Kópavogi.

Í öðru sæti varð Díana Rós Hanh Jónatansdóttir frá félagsmiðstöðinni Þebu. Díana Rós flutti lagið „Make you feel my love“ með Adele. Bjarki Freyr Guðmundssson lék undir á píanó.

Í þriðja sæti varð Heiða Björk Garðarsdóttir frá félagsmiðstöðinni Fönix. Heiða Björk flutti lagið „Read all about it“ með Emeli Sande.

Þau sem hrepptu þrjú efstu sætin verða fulltrúar Kópavogs í söngkeppni Samfés sem fram fer í Laugardalshöllinni 8. mars nk.

Dómarar í keppninni í ár voru:

Ásdís María Viðarsdóttir, sigurvegari söngkeppni framhaldsskólanna 2013

Svavar Knútur, söngvari og lagahöfundur

Óttar G. Birgisson, gítarleikari hljómsveitarinnar 1860

Unnur Eggerts, söngkona og „Solla stirða“

Þórunn Erna Clausen, leikkona og lagahöfundur 

Á meðfylgjandi mynd eru eftirfarandi, talið frá vinstri: Torfi Tómasson, sigurvegari söngvakeppninnar 2013. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. Díana Rós og  Bjarki Freyr. Elín Ylfa og Tara Sóley Mobee. Heiða Björk Garðarsdóttir og Héðinn Sveinbjörnsson formaður frístunda- og forvarnanefndar Kópavogs.