Tendrað á vinabæjartréi Kópavogs

Tendrað var á vinabæjartréi við mikin fögnuð viðstaddra
Tendrað var á vinabæjartréi við mikin fögnuð viðstaddra

Mikið var um dýrðir í Kópavogi á aðventuhátíð Kópavogs. Tendrað var á vinabæjartréi frá Norrköping laugardaginn 28. nóvember og slegið upp jólaballi þar sem jólasveinar sýndu sig ungum og öldnum til mikillar gleði. Veðrið lék við Kópavogsbúa sem fögnuðu upphafi aðventunnar í sannkölluðu jólaveðri. Aðventuhátíðin fór fram á túninu við menningarhúsin í Kópavogi. Ýmsar krásir voru til sölu í jólahúsum úti við. Þá var markaðurinn Handverk og hönnun í Gerðarsafni. Í safninu var einnig fyrsti formlegi opnunardagur Garðskálans, nýja kaffihússins í Gerðarsafni.

Einnig var opið í menningarhúsum Kópavogs  á sunnudeginum, boðið upp á jólaorigami í Bókasafni Kópavogs og  jólakortagerð í Gerðarsafni. Jólahúsin voru opin og kaffihúsið Garðskálinn sömuleiðis.

Aðventuhátíð 2015 Aðventuhátíð 2015