Þakkir fyrir góð viðbrögð

Kópavogsbær tekur undir þakkir fyrir góð viðbrögð.
Kópavogsbær tekur undir þakkir fyrir góð viðbrögð.

Veður gekk niður á höfuðborgarsvæðinu um hádegisbil. Í tilkynningu frá Almannavörnum er almenningi  þakkað fyrir að hafa farið eftir viðvörunum frá Veðurstofu, Lögreglu, Slökkviliði og öðrum viðbragðsaðilum á svæðinu. Kópavogsbær tekur undir þessar þakkir.

Skólahald féll niður í Kópavogi en grunn- og leikskólabyggingar voru opnar.

Söfn eru lokuð.

Sundlaugar opna kl.15.00.

Símsvörun Bæjarskrifstofa var opin í dag en skrifstofur lokaðar.