Þjónustuver Kópavogs á nýjum stað

Digranesvegur 1, nýtt húsnæði Bæjarskrifstofa Kópavogs.
Digranesvegur 1, nýtt húsnæði Bæjarskrifstofa Kópavogs.

Þjónustuver Kópavogs er flutt að Digranesvegi 1 úr Fannborg 2. Bæjarskrifstofur Kópavogs flytja í áföngum á þessu ári og eru nú mestur hluti stjórnsýslusviðs og menntasvið Kópavogsbæjar flutt að Digranesvegi 1.

Þjónustuverið er opið sem fyrr mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 8 til 16 en á föstudögum frá klukkan 8 til 15.

Flutningarnir núna eru annar áfangi flutninga bæjarskrifstofa Kópavogs sem hafa verið til húsa í Fannborg 2, 4 og 6. Í næsta áfanga flytur umhverfissvið bæjarins en það er enn um sinn til húsa í Fannborg 2 og 6.

Auk Þjónustuvers Kópavogsbæjar eru nú til húsa að Digranesvegi 1, bæjarstjóri, launadeild, ut-deild, innheimta, lögfræðideild og sérfræðingar stjórnsýslusviðs. Þá er menntasvið flutt en því tilheyra daggæsla, leik- og grunnskólar, frístundir og þróttamál.

Afgreiðsla skipulagsdeildar og byggingafulltrúa er enn um sinn að Fannborg 6 og afgreiðsla velferðarsviðs að Fannborg 4.

Símanúmer bæjarskrifstofa er 441 0000.