Þriggja ára áætlun lögð fram

Þriggja ára fjárhagsáætlun vegna áranna 2013 til 2015 var tekin til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi í vikunni. Í áætluninni er reiknað með að rekstrarafgangur verði á samstæðureikningi næstu árin eða 327 milljónir króna árið 2013, 521 milljón króna árið 2014 og um 698 milljónir króna árið 2015.

Áfram er stefnt að því að skuldir sem hlutfall af tekjum lækki og verði um 163,7 % árið 2015.

Gert er ráð fyrir því að starfsemin verði í frekar föstum skorðum og að aðhalds verði gætt í rekstri. Gengið er út frá því að greitt verði af langtímalánum eins og þau falla á gjalddaga og að fjárfest verði í samræmi við þá fjárfestingarstefnu sem liggur fyrir.

Við gerð áætlunarinnar er reiknað með að íbúum í bænum fjölgi að jafnaði um 1,15% á ári.