Þrír nemendur MK fengu viðurkenningu

Hafsteinn Karlsson bæjarfulltrúi ásamt þeim Þórunni Björg Guðmundsdóttur, Atla Þór Erlendssyni og E…
Hafsteinn Karlsson bæjarfulltrúi ásamt þeim Þórunni Björg Guðmundsdóttur, Atla Þór Erlendssyni og Eydísi Sylvíu Einarsdóttur.

Þrír nemendur sem brautskráðust frá Menntaskólanum í Kópavogi fyrir jól fengu styrk úr viðurkenningarsjóði MK fyrir góðan námsárangur. Hafsteinn Karlsson bæjarfulltrúi veitti viðurkenningarnar þar sem sjóðurinn var stofnaður af bæjarstjórn Kópavogs árið 1993 í tilefni af 20 ára afmæli skólans.

Nemendurnir eru:

  • Þórunn Björg Guðmundsdóttir sem hlaut hundrað þúsund króna styrk fyrir einstakan námsárangur og dugnað við nám á stúdentsprófi frá MK, haustið 2011.
  • Eydís Sylvía Einarsdóttir sem hlaut fimmtíu þúsund króna styrk fyrir góðan námsárangur og miklar framfarir í námi á stúdentsprófi frá MK, haustið 2011.
  • Atli Þór Erlendsson, nýsveinn í matreiðslu, sem hlaut hundrað þúsund króna styrk fyrir góðan námsárangur og dugnað við nám á lokaprófi frá Hótel- og matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi.

Kópavogsbær óskar nemendunum til hamingju með árangurinn og velfarnaðar í þeim verkefnum og störfum sem framundan eru.